SKIPAMIÐLUN 

Árið 2001 stofnaði Jóhann M. Ólafsson fyrirtækið Viðskiptahúsið sem síðan þá hefur verið leiðandi í miðlun fyrirtækja, aflaheimilda, skipa og báta af öllum stærðum og gerðum.
Í desember 2018 var undirritaður kaupsamningum um kaup Íslenskra verðbréfa á Viðskiptahúsinu og þeim félögum innan samstæðu þess sem sinna ráðgjöf og þjónustu, einkum í sjávarútvegi og tengdum greinum.
Jóhann M. Ólafsson, forstjóri Íslenskra verðbréfa og stofnandi Viðskiptahússins:
„Í tæp 20 ár höfum við unnið í nánum tengslum við flest sjávarútvegsfyrirtæki á landinu og fundið mörgum hverjum ný tækifæri. Með sameiningu við Íslensk verðbréf gefst tækifæri til að nýta þekkingu og reynslu félaganna til að auka þjónustu okkar við viðskiptavini og fókus á að tengja saman atvinnulífið og fjárfesta með því að byggja upp öflugt, sérhæft og óháð fjármálafyrirtæki með höfuðstöðvar á Akureyri.“

Nánari upplýsingar um Íslensk verðbréf er að finna á heimasíðu félagsins www.iv.is

Start typing and press Enter to search