GJALDSKRÁ  

Eftirfarandi gjaldskrá er leiðbeinandi um endurgjald fyrir þjónustu skipa-og aflamiðlunar ÍV og gildir nema um annað hafi verið samið, þá til hækkunar eða lækkunar eftir eðli og magni viðskiptannaÞóknunarfjárhæðir í gjaldskránni eru tilgreindar með virðisaukaskatti.  Þar sem þóknun er tilgreind sem % af söluverði bætist við vsk. á fjárhæðina.

KAUP OG SALA.

Fyrir sölu skráðra skipa í almennri sölu er þóknun 3,5 % af söluverði + vsk., þó aldrei lægri en kr. 450.000,- auk útlagðs kostnaðar.

Fyrir sölu skráðra skipa í einkasölu er þóknun skv. samkomulagi, þó aldrei lægri en kr. 450.000,- auk útlagðs kostnaðar

Fyrir sölu skipa milli landa er þóknun 5,0% af söluverði + vsk. auk útlagðs kostnaðar, þó aldrei lægri en kr. 850.000,- auk útlagðs kostnaðar.

Fyrir aðstoð og/eða skjalafrágangur við sölu og kaup skráðra skipa  er þóknun 1% af söluverði ´vsk., þó aldrei lægri en kr. 450.000.- auk útlagðs kostnaðar.

Fyrir ráðgjöf við sölu/kaup/sameiningu fyrirtækja er þóknun 5,0% + vsk.  miðað við heildarverðmæti (enterprise value), þó aldrei lægri en kr. 750.000,- auk útlagðs kostnaðar.


ÝMIS SKJALAGERÐ OG RÁÐGJÖF.

Tímagjald er kr. 30.000,- pr klst.

Þóknun fyrir að fara yfir og athuga samninga og skjöl við sölu eða kaup skipa eða annarra eigna sem fasteignasali, lögmaður eða annar hefur gert er samkvæmt tímagjaldi auk útlagðs kostnaðar.

Þóknun fyrir munnlega ráðgjöf og leiðbeiningar er samkvæmt tímagjaldi auk útlagðs kostnaðar eða föstu gjaldi eftir samkomulagi.

Eignaumsýsla, skuldaskil og uppgreiðsla lána. Þóknun fyrir vinnu við eignaumsýslu, gerð samninga um skuldaskil og uppgreiðslu lána er samkvæmt tímagjaldi.

ÞÓKNUN FYRIR MIÐLUN AFLAHEIMILDA OG AFLAMARKS

Fyrir sölu og skipti á aflamarki greiða báðir aðilar þóknun 0,5% + vsk. af söluverði.  Lágmarksþóknun fyrir hverja sölu er kr. 12.500,-.

Fyrir sölu og skipti á aflahlutdeild er þóknun 1,5% + vsk. af söluverðmæti.

 

Gjaldskrá þessi gildir frá 1.desember 2017

Start typing and press Enter to search